Fréttir & Tilkynningar

Um veður og hitastig.
11. jan. 2015 11:23


Sæl öll.Ég hef tekið eftir að nokkur munur er á hitastigi í hverfinu.Þegar veðurstöðin hjá Jóni sýnir -6.4 sýnir mælir hjá mér -9.9 stig og annar mælir sýnir -8.2.Núna er t.d.stafalogn og hér er trúlega nokkurs konar kuldapollur.Í haust veitti ég því t.d. athygli að kartöflugrös féllu a.m.k. 10 dögum fyrr hjá mér en ofar í hverfinu.Trúlega er aðalskýringin á hitamun í hverfinu sú,hvar er vindasamt og hvar er meira logn, þar sem geta myndast kuldapollar.

  
Til baka