Fréttir & Tilkynningar

Veðurstöðin komin í lag!
10. jan. 2015 19:38


Geir og Jón unnu mikið þrekvirki í dag við að koma netinu uppfrá í nr. 74 í samt lag með því að skríða uppá þak með teiprúllu og töng.

Því er veðurstöðin og myndavélar komnar inn aftur. Við skítmixuðum skemmdan kapal, en ég er hræddur um að þetta eigi ekki eftir að halda í gegnum næsta óveður. Ég vona að þetta haldi samt þangað til að ég næ að fara aftur uppeftir með réttu tólin til að laga þetta almennilega.

Því miður fáum við ekki að sjá veðurfarið frá þeim tíma sem netið lá niðri, en þið getið skoðað myndirnar samt hérna.

Færðin uppfrá er ekkert frábær. Þeir sem eiga leið inná efra svæði og eru á jeppum geta lagt niður við ræsi, þeir sem eru á neðra svæði geta etv. lagt nálægt hliðinu. Þeir sem eru á fólksbílum þurfa líklega að skilja bílana eftir einhversstaðar nálægt brennunni. Það er samt nokkuð þæginlegt að komast að Norðurnesinu frá bænum, amk Hvalfjarðarleiðina.

Sigurður á Hrosshóli reyndi að skafa eitthvað fyrir jól en það gekk ekkert. Við munum ekkert getað átt við þetta fyrr en það minnkar eitthvað snjórinn.

Þegar veðrið er eins og það var í dag er alveg yndislegt að rölta þetta ef maður hefur heilsu til. :-)

  
Til baka