Fréttir & Tilkynningar

Fréttir af mokstri
19. des. 2014 08:24


Það lítur ekkert rosalega vel út með mokstur hjá okkur. Einar fór með Sigurði á traktornum að reyna að hreinsa til en snjórinn er of mikill og þungur fyrir ruðning, það þyrfti að moka þetta sem er eiginlega alltof mikil vinna.

Það lítur því út fyrir að þeir sem ætla að kíkja uppeftir á næstunni þurfi að ganga svolítinn spöl til að komast að bústaðnum sínum.

Þess ber líka að geta að það er mjög mikil hálka við Meðalfellsvatn og víðar og ég bið ykkur um að fara mjög varlega ef þið hyggið á heimsóknir í Norðurnesið.

  
Til baka