Fréttir & Tilkynningar

Vatn og vatnleysi
12. ágú. 2014 17:45


Í morgun hafði Steindór í bústað 47 samband við mig og tjáði mér að þrýstingur væri fallinn á vatninu hjá sér .Hjá mér var þrýstingur aðeins 6 kg.Á að vera 8kg.Kl. 17 var þrýstingur aðeins 5kg sem þýðir að tankurinn í hlíðinni er tómur.  Þrátt fyrir rigningarsumar er staðan þessi.Að mínu viti er nauðsynlegt að fara í framkvæmdir sem fyrst.  Það hefur sýnt sig að ekki þýðir að bíða eftir Sigurði í Stangarholti né hreppnum,Þeirra hlutur í verkinu verður að bíða verkloka

Vil benda fólki á að athuga vatnsnotkun sína, t.d. hvort sírennsli er í klósettum o.s.frv.

kv. Benedikt #1

  
Til baka