Fréttir & Tilkynningar

Brenna um verzlunarmannahelgina
27. júl. 2014 21:47


Stefnt er að því að halda hina árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness laugardaginn n.k., ef verður leyfir. Sú breyting verður á að kveikt verður í brennunni klukkutíma fyrr en venjulega, þ.e klukkan 20.

Að sjálfsögðu verður boðið upp á pylsur og svala og hið árlega reipitog verður á sínum stað. Vonumst við að sjálfsögðu til góðrar þátttöku í því :) Þá ætlum við lika að syngja hressa brennusöngva!

 

  
Til baka