Fréttir & Tilkynningar

Mannaferðir um miðnætti.
28. maí 2014 11:20


Í gærkvöldi um miðnætti,þegar við komum úr bænum keyrði bíll á undan mér í gegn um ÓLÆST hliðið og inná bílastæðið hjá okkur, þegar ég gaf þeim merki með stefnuljósi að þangað væri ég að fara héldu þeir áfram upp í hverfið fyrst til vinstri og síðan hægri  Ég læsti á eftir mér og þar með þennan bíl inni, hann var að dóla um svæðið um það bil 15 mín. og þurfti því að banka uppá hjá mér eftir að hafa setið ráðalausir í dágóða stund í bílnum til að hleypa sér út.  Ég spurði þessa 2 menn sem í bílnum voru m.a. hvaða erindi þeir ættu á þessum tíma sólahrings, þeir gáfu þær skýringar að þeir væru að skoða bústað sem væri til sölu og spurðu meðal annars hvort hér byggi fólk allt árið.

Ítrekað skal að hliðið á að vera læst, og eru bústaða eigendur sem eru með menn í vinnu hvattir til að brýna fyrir þeim þessa reglu félagsins.

kv. Benedikt Svavarsson # 1

  
Til baka