Fréttir & Tilkynningar

Hliðið komið upp að svæðum 2 og 3
19. ágú. 2021 12:26


Framkvæmdum er að mestu lokið við símahliðið inn á svæði 2 og 3 en girðingarvinnu er þó ólokið.
Það styttist því í það að hliðið verði virkjað og því verður einungis unnt að komast inn á svæðið með því að hringja í ákveðið símanúmer og þá opnast hliðið – en þó einungis að símanúmerið sé fyrirfram skráð. Því viljum við biðja alla félagsmenn (líka af svæði 1) að senda inn til stjórnarinnar upplýsingar um þá sem íbúar vilja að hafi aðgang að svæðinu.

Vinsamlegast fyllið út upplýsingar hérna

Í fyrstu ætlar stjórn félagsins að miða við að það séu allt að sex númer sem eru með aðgang að hliðinu fyrir hvert hús eða lóð. Takið eftir að ef eigandi fyllir ekki út upplýsingar hérna að ofan þá mun enginn á þeirra lóð komast inná svæði 2-3 eftir að girðingavinnu er lokið.

Símanúmer hliðsins er 625-9604 og ættu meðlimir að vista það í símann sinn. Þegar símanúmer notanda hefur verið skráð hjá félaginu þá virkar þetta þannig að notandi ekur að hliðinu, hringir í ofangreint númer og þá opnast hliðið og viðkomandi ekur í gegn. Hliðið lokast sjálfkrafa þegar bíllinn er kominn í gegn. Gönguhlið verður til hliðar við bílahliðið.


Neyðarnúmer til að hringja í ef einhver vandræði koma upp með hliðið er hjá Sigga ritara 863-1863.

Stjórnin
  
Til baka