Fréttir & Tilkynningar

Staðan á vatnsveitu
15. feb. 2021 16:54


Á sunnudaginn var lokað fyrir vatnið og grafið niður á stað þar sem tengt er inni á austurhluta vatnsveitunnar. Þar fannst bilun og var lögnin lagfærð. Þótt lekinn hafi ekki verið mikill þá virðist hann hafa haft skipt talsveru máli þegar tíðarfarið hefur verið með þeim hætti eins og undanfarið, mikið frost og engin úrkoma og lítið framboð af vatni. Innrennsli vatns hefur mjög takmarkað síðustu vikur en í lok síðustu viku var meira vatn í boði og því hækkaði í tanknum upp í fjalli þrátt fyrir lekann. Það er því brýnt að reyna að fara sparlega með vatnið fram á vorið.

Trönudalsveitan (varaveita) er búin að vera óvirk síðust vikur. Mikill klaki er í árfarveginum og því rennur ekki inn í tankinn eins og stendur. Einhverra framkvæmda er þörf þar með vorinu.

- Vatnsveitunefndin.
  
Til baka