Fréttir & Tilkynningar

Varðandi vatnsveitugjald
11. jún. 2020 10:11


Sælt veri fólkið,
Við höfum fengið fyrirspurnir í sambandi við 65þ króna rukkun frá félaginu til nýrra meðlima.

Þessi rukkun hefur verið send á nýja eigendur á svæði 3 sem keyptu lóð af hreppnum og er gjaldið vegna kaldavatnsveitu samkvæmt samkomulagi við hreppinn fyrir nokkrum árum.

Fasteignasalan eða hreppurinn hefði átt að upplýsa tilvonandi kaupendur um þetta gjald og okkur þykir miður að það hafi ekki verið gert.

Vinsamlegast snúið ykkur til fasteignasölunnar með spurningar varðandi þetta.

Kveðja,
Stjórnin.
  
Til baka