Fréttir & Tilkynningar

Vatnsveitan
04. maí 2020 21:18


Á sunnudaginn síðastliðinn (3. maí) fór veituþrýstingur að falla og var orðið nær vatnslaust í hverfinu að morgni mánudags.

Ástandið er búið að vera nokkuð gott undanfarnar vikur og ekki vitað á þessari stundu hvað veldur vatnsleysinu. Helst er að það sé opið fyrir vatnið einhversstaðar.

Húseigendur í Norðurnesi eru sem fyrr hvattir til að athuga með sín hús og fylgjast með ástandi vatnslagna og inntaksbúnaðar.

Að morgni mánudags var reynt að skipta yfir á vara-vatnsveitu en hún kemur ekki vel undan vetri og er inntakið fullt af sandi og möl og miðlunartankurinn við Trönudalsá galtómur. Fyrirsjáanlegt er að það þarf að grafa upp inntakið og hreinsa til að koma neyðarvatnsveitunni í eðlilegt horf.

- Stjórnin
  
Til baka