Fréttir & Tilkynningar

Staðan á vatnsveitunni
23. des. 2019 12:36


Í lok síðustu viku var alveg vatnslaust í Norðurnesinu. Vandamálið er búið að vera viðvarandi síðustu vikur og hefur verið unnið að því að leita að biluninni, sem lýsir sé í því að miðlunartankurinn tæmist á skömmum tíma og líklega því um rofna lögn að ræða. Nú eru taldar góðar líkur á að bilunin sé fundin. Búið er að loka fyrir stofn sem flytur vatn inn á suðursvæði (svæði 3) vestanmegin og virðist þá þrýstingur haldast á kerfinu. Þau hús sem eru vatnslaus -- fram að þeim tíma þegar unnt verður að grafa niður á lögnina og laga bilunina -- eru númer 61, 62 og 74.

  
Til baka