Fréttir & Tilkynningar

Aðalfundarboð 2018
09. apr. 2018 18:35


Kæru félagar,

Aðalfundur sumarbústaðafélagsins Norðurnes verður haldinn miðvikudaginn, 25. apríl kl 19.30 í Gerðubergi.

Stjórnin mun leggja eftirfarandi mál fyrir félagsmenn:

Sameiginlegt hlið

Stjórn Norðurness hefur fengið samþykki fyrir því frá hreppnum og öllum þeim stofnunum sem hafa með slíkt að gera að setja upp hlið á Norðurnesfleggjarann við þjóðveginn og við teljum að við séum því í lagalegum rétti til að hefja framkvæmdir ef meðlimir kjósa það.

Því verður kosið um þetta mál á aðalfundinum og lögð fram framkvæmdaráætlun. Líklegt er að grunnkostnaður á hverja lóð verði á bilinu 30.000-50.000 kr.

Nágrönnum okkar á svæðinu sem hliðið hefur áhrif á er boðið á fundinn og gert kleift að koma með athugasemdir.

Sveinn Guðmundsson, hrl, formaður félags sumarhúsaeiganda mun stjórna þessum hluta fundarins.

Vegaframkvæmdir

Bæta þarf veg utan og innan svæða. Við erum komin með verktaka sem gæti tekið að sér vinnu en það er ansi mikið starf sem þarf að inna af hendi. Gott væri ef fólk kæmi með tillögur að endurbótum. Sveinn Val mun gefa kost á sér í veganefnd.

Félagsgjöld

Stjórnin mun leggja fram tillögu að hækka félagsgjöldin úr 15.000 í 20.000 til að standa straum af vegavinnu og vatnsveituframkvæmdum.

Aðgengi að vetri

Gróður sem er alveg uppvið veginn hindrar aðgengi um vetur og veldur því að ekki er hægt að moka inná svæðum. Rætt verður um leiðir til að sporna við þessu og rætt hvort hægt væri að fá lóðareigendur til að fjarlægja hekk sem er alveg uppvið veg. Lagt verður til að setja bílastæði við endann á afleggjaranum á svæði 3 fyrir vetraraðgengi íbúa á svæði 2.sjonn

Breytingar á stjórn

Einhverjir stjórnarmeðlimir munu ekki gefa kost á sér í stjórn aftur og við óskum eftir tillögum að nýju fólki.

Önnur mál

 - Girðing
 - Lúpína og Kerfill
 - Brennan
 - Skilti og vegamerkingar
 - Kindahlið
 - Nýjir meðlimir
 - Hitaveita
 - Nefndir
 - Frágangur á vatnsveitu

Það eru nokkur mikilvæg málefni sem rætt verður um og við vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja,

 Stjórnin

  
Til baka