Fréttir & Tilkynningar
Leki í vatnsveitu - Mannskap vantar
30. mar. 2018 12:29
Kæru félagar,
Það er kominn upp leki í vatnsveitunni okkar. Við þurfum að fá eins marga og hægt er í smá gröfuvinnu á morgun, laugardag til að reyna að finna lekann.
Vinsamlegast mætið við lóð 27 á svæði 2, nálægt hliðinu kl 14.00 með skóflur og járnkalla. Benni í nr. 1 mun verkstýra.
Ef við verðum nokkur í þessu ætti verkið ekki að taka meira en 1 klst.
- Stjórnin
Til baka