Fréttir & Tilkynningar
Færðin 15. mars
15. mar. 2018 17:58
Færðin er góð eftir leysingar síðustu daga. Siggi á Hrosshóli fór hringinn inná svæðunum og tók þá litlu skafla sem voru eftir þannig að það ætti að vera fært inná öll svæðin fyrir fólksbíla með fyrirvara þó.
Þið ættuð ekki að hætta ykkur inná neðri svæðin tvö á ónelgdum dekkjum en nokkrir kaflar á svæðunum eru þó beinlínis hættulegir þrátt fyrir negld dekk.
Ekki væri úr vegi fyrir fólk að taka með sér 1-2 poka af vegasalti og sandi. Ef fólk dreifir á svellið þá á þetta eftir að losna þeim mun fyrr.
Góða helgi öll saman!
- Stjórnin
Til baka