Fréttir & Tilkynningar

Færðin
01. mar. 2018 14:58


Sælt veri fólkið.

Það er ágætis færðin í dag og þetta lítur bærilega út fyrir helgina ef einhverjir hyggja á sveitaferð.

Gilið upp eftir á svæði 2 og 3 er nokkuð hreint en það er þó smávegis ís og best væri að vera á nöglum.

Svæði 3 er vel ís- og snjólaust en það er þónokkur ís á svæði 1 og 2. Ég er með nagladekk og gat ekið varlega um svæði 1 (það er mjög hált) en þorði ekki langt inná svæði 2.

Fólksbílar ættu að geta farið að hliðum eða ekið inn svæði 3.

Kjósarskarðsvegurinn er snjólaus og ágætur yfirferðar.

  
Til baka