Fréttir & Tilkynningar

Jólakveðja
23. des. 2017 01:32


Gleðileg jól kæru félagar og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Ég kíkti upp eftir nú rétt fyrir helgi og færðin er fín, en það er flughálka upp afleggjarann inn til Norðurness og ég myndi mæla með nagladekkjum fyrir þá sem ætla að renna upp í bústaðinn sinn. Einnig væri ekki úr vegi að hafa sandpoka meðferðis.

Við fjölskyldan í nr. 74 verðum uppfrá um helgina og það væri gaman að heyra í öðrum á fésbókarsíðunni sem verða í Norðurnesinu um jólin.

Ég vona að þið hafið það öll sem allra best og við sjáumst hress og kát á nýju ári.

Kveðja,

 - Nonni

  
Til baka