Fréttir & Tilkynningar

Netið endurbætt
18. okt. 2017 09:18


Sumarbústaðafélagið hefur ákveðið að gerast áskrifandi af 3G neti símans í bústaði nr. 74 þar sem veðurstöðin og myndavélarnar eru til húsa. Þetta nýja net kemur í staðinn fyrir gömlu emax tenginguna sem hefur verið endalaus vandræði með frá byrjun.

Jón í nr. 74 hefur sjálfur staðið fyrir kostnaði nets hingað til en núna tekur sumarbústaðafélagið yfir rekstur tengingarinnar.

Þetta nýja net er vonandi þónokkuð tryggara og við vonum að uppitími myndavéla og veðurstöðvar verði eitthvað betri þennan veturinn (þrátt fyrir að annarskonar vandamál geti alltaf komið upp).

 - Stjórnin

  
Til baka