Fréttir & Tilkynningar

Byrjað að plægja niður heimtaugar
02. sep. 2017 15:51


Kæru Norðurnesingar, þá er komið að því. 

Jón Ingileifs, verktakinn sem sér um Norðurnesið er mættur á svæðið og er byrjaður að plægja niður heimtaugar á svæði 1. Hús nr 20 og 21 voru fyrst en næsta mánuðinn verður þetta svo tekið skipulega fyrir. Það verður því ansi mikið brambölt í Norðurnesinu næstu vikurnar.

Við vorum að skríða yfir helming skráninga í norðurnesinu. Af 63 skráðum lóðum þá eru 32 eigendur búnir að skrá sig.

Það gæti verið ennþá hægt að forskrá sig en um leið og vinnu lýkur í Norðurnesi þá mun heimtaugin vera á almennri gjaldskrá sem er ekki alveg ákveðin en verður a.m.k. 30% dýrari. Ef einhverjir vilja breyta nei í já þá er bara að hafa samband við Sigríði hjá Kjósarveitum og sjá hvort það gangi upp.

Hafið einnig í huga að hægt er að sækja um ljósleiðara án þess að sækja um hitaveitu.

Stefnt er að því að hleypa svo vatni á uppí Norðurnesið okkar í nóvember.

heitar kveðjur,

Stjórnin

 

  
Til baka