Fréttir & Tilkynningar

Brotist inn á Hrosshóli
12. nóv. 2013 17:46


Myndin tengist fréttinni ekki beintÞað var brotist inn í húsið á Hrosshóli í morgun og ýmsu rænt. Eins og þið vitið þá er Hrosshóll steinsnar frá sumarbústaðasvæðinu okkar og því einhver hætta á ferðum að þjófarnir hafi ekki látið staðar numið þar.

Sigurður á Möðruvöllum fór á milli hliðanna fyrir okkur og sá engin merki um mannaferðir í fönninni og öll hliðin voru læst.

Ég skoðaði myndavélarnar í nr. 74 og sá engin merki um að nokkur hefði farið inn á nýja svæðið.

Maður getur samt aldrei farið of varlega þegar svona lagað er annars vegar og þið gætuð viljað vitja bústaðanna ykkar. Svo þurfum við að passa mjög vel uppá að hafa hliðin og keðjuna alltaf læst.

  
Til baka