Fréttir & Tilkynningar

Mikið frost
11. jan. 2017 11:13


Veturinn hefur verið afskaplega mildur og lítið um alvöru frost. Hinsvegar er er núna 7 gráðu frost í Norðurnesinu og Norska veðurspáin spáir allt að 17 gráðu frosti fyrir helgi.

Hvort sem það nær alveg svo lágu gildi eður ei er full ástæða til að athuga hvort örugglega sé lokað fyrir kalt vatn eða hvort eitthvað viðkvæmt sé í útigeymslum.

Kveðja,

 Stjórnin

  
Til baka