Fréttir & Tilkynningar
Gróðurdagur 18. júní
15. jún. 2016 00:31
Kæru Norðnesingar.
Næsta laugardag 18 júni verður haldin gróðurdagur í Norðurnesi sem hugsaður er til að hægja á dreifingu á Lúpínu og Kerfli hér í hverfinu.
Félagið getur lánað ykkur sem hafið áhuga á, slátturorf sem þið getið haft til afnota um næstu helgi( frá föstudegi - sunnudags). Á laugardeginum hittumst við um hjá brennunni kl 11, berum saman bækur og sláum kerfil og lúpínu á almennum svæðum eða þar sem þess er óskað. Við bjóðum síðan upp á hressingu og allir verða lausir kl 14 þegar EM svítan byrjar :)
Til þess að getað lánað öllum sem vilja, þá þurfum við að vita hversu margir hefðu áhuga á að fá slátturorf lánað.
Einnig viljum við endilega fá að vita ef þið óskið eftir að slegið verði á ykkar lóð.
Endilega látið mig vita sem fyrst með því að senda mér sms eða hringið í mig í síma 820-8110. Í von um góða þátttöku og viðbrögð frá ykkur.
Kveðja Anna Vala
Til baka