Fréttir & Tilkynningar

Fréttir af aðalfundi 2016
01. maí 2016 10:26


Aðalfundur var haldinn fyrir skemmstu, miðvikudaginn 27. Apríl. Þátttaka var mjög góð; 38 mættu frá 36 lóðum og líklega var sett met í fjölda lóða á aðalfundi.

Helstu mál:

  • Mannabreytingar í stjórn. Nýr gjaldkeri og meðstjórnandi.
  • Ný lög samþykkt.
  • Vatnsveituframkvæmd fyrir 32.000 kr á lóð samþykkt. Gjalddagi er 1. júní.
  • Óbreytt félagsgjald, 15.000 kr. Gjalddagi er 1. maí.
  • Fáir ætla að taka hitaveitu og það lítur því ekki vel út með lagningu stofnlagnar.
  • Í sumar verða lögð skilti til leiðbeiningar um svæðið.
  • Félagið verður 40 ára 3. júní.
  • Halda þarf áfram með vegagerð. Félagsgjöld nægja fyrir því.
  • Samþykkt var að halda lúpínu og kerfli í skefjum.

Uppfærð lög og nefndir eru undir Félagið í valstikunni á vefsíðunni. Full fundargerð verður svo birt innan tíðar.

 - Stjórnin

  
Til baka