Fréttir & Tilkynningar

Umræðufundur um hitaveitu á laugardag
10. mar. 2016 09:00


Minnum á umræðufundinn á laugardag. Hérna er fréttin frá Kjos.is

Laugardaginn 12. mars kl. 14:00 í Félagsgarði, verður kynningar- og umræðufundur um væntanlega hitaveitu í Kjósinni.

Stjórn Kjósarveitna hefur ákveðið að lengja svarfrestinn vegna þátttöku til 20. mars nk.

Þessa dagana er verið að safna saman og flokka fyrirspurnir sem borist hafa til veitunnar í kjölfar þátttöku skuldbindinga sem sendar voru út í febrúar.

Ef einhverjir hafa ekki fengið skjölin þá er hægt að sækja þau á undirsíðunni EYÐUBLÖÐ hitaveita

Alls hafa 21 umsókn borist um starf rekstrarstjóra Kjósarveitna og þriðjudaginn 8. mars nk verða opnuð tilboð í vinnuna.

Þannig að ekki er hægt að segja annað en það er líf og fjör í Kjósinni. Takið laugardaginn 12. mars frá  - sjáumst í Félagsgarði kl. 14

Með kveðjum,

Stjórn Kjósarveitna

  
Til baka