Fréttir & Tilkynningar

Athugið með rafmagnið hjá ykkur!
18. feb. 2016 17:59


Veðurstöðin hefur verið óvirk frá því að rarik var að vinna við viðgerðir í gær og tók rafmagnið af Kjósinni.

Ég kom uppeftir til að líta á aðstæður og þá er lekaliðinn hjá mér sleginn út og ekkert rafmagn á húsinu.

Við notum öll rafmagnshitun og mörg okkar skrúfa ekki fyrir vatnið á veturnar og skilja eftir vörur í ísskáp. Því vil ég hvetja alla að gera sér ferð uppeftir og kíkja á aðstæður í húsunum sínum svo ekki fari illa.

Endilega látið vita um aðstæður á fésbókarsíðu félagsins.

Ég sló inn hjá mér og setti tölvurnar í gang þannig að við erum komin með veðrið og myndavélarnar aftur.

Færðin er allt í lagi upp að Norðurnesi og gilið í átt að svæði 2 og 3 er nokkurnvegin jeppafært en það gæti breyst fljótt þar sem það skefur mikið.

  
Til baka