Fréttir & Tilkynningar
Góð spá um helgina - Búið að moka
12. feb. 2016 18:39
Það er útlit fyrir fallegt vetrarveður um helgina 13.-14. feb og margir sjálfsagt spenntir að kíkja uppí Norðurnesið okkar.
Veganefndin greip tækifærið og fékk Sigurð á Hrosshóli til að renna yfir veginn með traktornum og ætti því að vera nokkuð hægur leikur að fara upp að hliðum.
Fólkið á svæði 2 (miðsvæði) getur farið uppá svæði 3 og lagt þar til að stytta labbið.
Njótið helgarinnar!
- Veganefnin og stjórnin
Til baka