Fréttir & Tilkynningar
Vangoldin félags- og vegavinnugjöld
11. feb. 2016 11:52
Kæru félagar,
Það er óvenju mikið um að meðlimir hafi ekki greitt félagsgjöld sín þetta árið. Við fyrstu athugun lítur út fyrir að það séu 12 ógreidd félagsgjöld og 5 ógreiddir reikningar vegna vegavinnu. Félagið stendur því verr eftir veturinn en vonir stóðu til.
Við sjáum að í flestum tilfellum er um að ræða að annað gjaldið hefur verið greitt en ekki hitt. Endilega kíkið í heimabankann eða sendið okkur póst ef ykkur grunar að þið hafið bara greitt annan reikninginn.
Allt í allt á hver lóð að hafa greitt félaginu 38þ krónur í tveimur reikningum, 23þ fyrir vegavinnu og 15þ í félagsgjöld.
Það væri best að greiða sem fyrst til að forðast innheimtu og aukakostnað sem því fylgir.
- Stjórnin
Til baka