Fréttir & Tilkynningar

Vegavinnu lokið
04. nóv. 2015 15:16


Kæru félagsmenn og aðrir í Norðurnesinu. Vegavinnunni langþráðu hefur nú verið lokið og við erum komin með þennan þvílíkt flotta veg fyrir utan hlið.

Það þarf að laga aðeins veginn á svæði 2 (efra svæði) og það verður líklega grafa eitthvað að bardúsa þarna á næstunni en þetta er mestmegnis búið þetta árið.

Vegurinn er dálítið grófur á köflum en ætti að jafna sig í vetur og svo næsta sumar skoðum við möguleikann að setja fínna efni ofan á.

Við vonum að nýji vegurinn eigi eftir að gera ferðalög uppeftir mun auðveldari í vetur þar sem vatni er nú veitt eftir skurðum og undir veg eftir því sem við á auk þess sem hann er þónokkuð hærri á mörgum stöðum.

Stærsta breytingin er neðarlega á veginum þar sem vegurinn var færður nokkra metra til vesturs og liggur nú yfir hól sem olli venjulega vandræðum á veturnar.

Þegar um svona stóra framkvæmd er að ræða koma margir að en stjórnin vill þó sérstaklega þakka Einari Arasyni á nr. 62 fyrir þá gríðarlega miklu vinnu sem hann hefur lagt í verkið en þau eru ófá dagsverkin sem hann er að vinna fyrir okkur í sjálfboðavinnu þetta árið!
Ef þið sjáið hann á ferli þá væri ekki úr vegi að knúsa hann smávegis. :-)

Veganefndin vill hvetja fólk til að koma með uppástungur og athugasemdir í sambandi við vegagerðina. Þrátt fyrir að þessum kafla sé lokið er margt fleira sem við viljum gera og það væri gott að heyra í sem flestum sem hafa álit á þessum málum. Ef það er eitthvað sem ykkur finnst ómögulegt eða ef eitthvað mikilvægt sem var ekki tæklað í þessum áfanga látið okkur þá endilega vita.

Það er hægt að senda póst á stjorn@nordurnes.is og við komum því áleiðis.

- Stjórnin

  
Til baka