Fréttir & Tilkynningar

Breytingar á veðursíðunni
08. okt. 2015 13:09


Ég er aðeins búinn að vera að leika mér í veðursíðunni. Núna sjáiði nokkuð skemmtilegt spárit fyrir næstu 2 daga auk þess að það er nú komin samantekt á vindi í einu grafi þar sem sést vindhraði, hviður og vindátt. Hviðugrafið virkar þannig að það er bara sýnt ef þær fara yfir 15 m/s og vindáttin er föst við átta aðaláttirnar í stað þess að sýna nákvæmt horn þar sem það gerir grafið bara torlæsara.

Í öðrum fréttum þá setti ég líka inn hlekki á meðlimaskránna sem leyfir okkur að ýta á símanúmer og hringja beint í viðkomandi, ef við erum að skoða síðuna í símanum. Þið skuluð svo endilega kíkja á skránna fyrir bústaðinn ykkar og sjá til þess að símanúmer og tölvupóstföng séu rétt skráð til þess að það sé auðvelt að ná í fólk.

Látið mig vita ef þetta veldur einhverjum vandræðum hjá ykkur, annars njótiði bara vel. :-)

  
Til baka