Fréttir & Tilkynningar

Vinna hafin við Kjósarskarðsveg
03. sep. 2015 14:21


Löngu tímabært verk er nú loks hafið við að setja bundið slitlag á Kjósarskarðsveg (nr. 48).

Það var verktakafyrirtækið Þróttur ehf, Akranesi sem átti lægsta tilboðið í framkvæmdina, rúmar 214 mkr.

Í þessum áfanga verður farið frá Þingvallavegi að Fremra- Hálsi, eða um helming þess hluta sem ómalbikaður er af Kjósarskarðsveginum. Vonir standa til að í kjölfarið verði haldið áfram og klárað að setja bundið slitlag áleiðs að Vindási, þar sem malbik er.

Þessi framkvæmd er mikið fagnaðarefni fyrir íbúa Kjósarinnar, gesti þeirra og ekki síður þá fjölmörgu ferðamenn sem leggja leið sína um sveitina á ferð sinni milli Þingvalla og Hvalfjarðar.

Þessum verkáfanga skal að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2016.  

Frétt af Kjos.is

  
Til baka