Fréttir & Tilkynningar

Ný veðurstöð komin í gagnið
29. ágú. 2015 17:13


Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá gaf gamla veðurstöðin upp öndina fyrir nokkrum vikum og hætti að sýna hitastig. Ég pantaði nýja veðurstöð og er nú búinn að setja hana upp.

Veðurstöðin er af gerðinni Vantage Pro2 og er þónokkuð meira pró en sú gamla (enda er orðið 'pro' í nafninu á þessari nýju).

Geir á nr 44 hjálpaði mér að setja niður 3m langa stálstöng til að hengja græjuna á og ættu mælingarnar að vera miklu nákvæmari en þær hafa verið áður.

Ég vona að þið njótð nýju tækninnar! :-)

  
Til baka