Fréttir & Tilkynningar

Vegavinna
27. ágú. 2015 10:56


Sælt veri fólkið.

Veganefndin er búin að vera að ræða við verktakann og það verður að fresta vinnunni þar til svona 20. September því þá líkur veiðitímabilinu en það er erfitt að fá að taka efni úr ánni fyrir þann tíma.

Það er líka verið að vinna í því að fá leyfi fyrir efnistöku en það er örlítið flóknara en héldum. Við vonum að þetta leysist samt allt saman.

Eins og þið hafið líklega tekið eftir þá er búið að senda út rukkanir fyrir vegavinnunni eins og rætt var um á fundinum og tilkynnt í fyrri fréttum. Eindaginn er í byrjun September.

Við látum ykkur svo vita þegar nær dregur hvernig þetta verður allt saman.

  
Til baka