Fréttir & Tilkynningar

Niðurstaða félagsfundar
17. ágú. 2015 14:45


Félagsfundurinn gekk vel og það var fín mæting. Það var rætt um vegamál, myndavélavöktun og vatnsveitu.

Helstu mál:

  • Stjórnin stefnir að því að hefja myndavélavöktun í Norðurnesinu í haust.
  • Næsta vor verður bætt við neyðarfæðingu í vatnstank.
  • Veganefnd hefst handa við fyrirhugaðar framkvæmdir á vegi.
  • Gjald á lóð vegna vegaframkvæmda er 23,000 kr.
  • Kostnaður vegna annarra framkvæmda verður borgaður úr félagssjóði.

Hérna er fundargerðin og hérna er kynningin sem var flutt á fundinum.

Vegaframkvæmdir munu væntanlega byrja í lok ágúst og það verður send út tilkynning þegar nær dregur. Rukkanir verða einnig sendar út á sama tíma.

Stjórnin vill sérstaklega þakka Jóni Snædal fyrir góða fundarstjórn og það var ánægjulegt að sjá hversu góð umræða átti sér stað um þessi mál.

Ef fólk hefur eitthvað við fundargerðina að bæta eða einhverjar spurningar vakna þá er hægt að hafa samband við stjórnina með því að senda póst á stjorn@nordurnes.is.

 - Stjórnin

  
Til baka