Fréttir & Tilkynningar

Nýtt kjöt á Sogni
08. ágú. 2015 16:46


Ekki þarf að örvænta þótt ekki sé lengur hægt að kaupa kjöt hjá Matarbúrinu því fjölskyldan á Sogni hefur nú opnað nýja og flotta afgreiðslu þar sem hægt er að kaupa alls kyns nautakjöt. Við hjónakornin á 74 höfum þegar nýtt okkur þetta nokkrum sinnum og keypt þar hamborgara, hakk og steikur. 

Hægt er að fara á Sogn hvenær sem er til þess að kaupa sér glerfína steik á grillið. 

Sogn er næsti bær við Reynivelli og er því við ytri veginn í Kjósina, þann sama og Háls/Matarbúrið stendur við.

Síminn hjá þeim er 566 7040.

  
Til baka