Fréttir & Tilkynningar

Vatnsleysi
07. ágú. 2015 22:52


Eins og kom fram í sms skeytinu sem ég var að senda þá er vatnslaust í Norðurnesinu. Ég rabbaði við Sigurð Guðmunds um ástandið og hann mælti með að prófa að loka fyrir rennsli á nóttunni til að gefa tankinum tækifæri til að safna vatni.

Við lokuðum fyrir vatnið klukkan 22.00 í kvöld og ætlum að kíkja á aðstæður í fyrramálið um 08.00 leytið og opna þá fyrir aftur.

Það verður því væntanlega alveg vatnslaust hjá öllum í nótt. Passið að hafa ekki opið fyrir þurra krana því það kemur þrýstingur aftur á kerfið eldsnemma í fyrramálið.

  
Til baka