Fréttir & Tilkynningar

Vatnsbúskapur slæmur
02. ágú. 2015 10:05


Eins og við vitum flest þá varð allt vatnslaust í gær um 15.00 leytið. Það er ennþá vatnslaust í dag á nýja svæðinu og það hefur því ekki mikið bæst við tankinn í nótt.

Nú þurfum við öll að standa saman og spara vatnið! Ekki sturta niður í klósettin ef þið getið mögulega komist hjá því, náið í vatn í fötum úr ánni fyrir slíkt ef þið hafið tök á því, ekki láta vatn renna að óþörfu!

Þeir sem eru í neðstu bústöðunum gætu verið að fá eitthvað vatn núna en þeir sem eru í efri bústöðum fá akkúrat ekki neitt.

Sýnum hvort öðru tillitssemi og sólundum ekki vatninu.

  
Til baka